Fréttir & greinar

Viltu auka stafræna hæfni þína?

6.1.2022

Fjármála- og efnahagsráðuneytið stendur fyrir námskeiðum til þess að efla færni starfsmanna ríkisins þegar kemur að sameiginlegu skrifstofuumhverfi ríkisins, Microsoft Office 365. Markmið námskeiðanna er að auka stafræna færni starfsfólks og styðja við vegferð stofnana að nútímalegu vinnuumhverfi ríkisstarfsmanna í samræmi við stefnu hins opinbera um stafræna þjónustu. Til að styðja við þá vegferð hefur fjármála- og efnahagsráðuneytið í samvinnu við Promennt skipulagt þrjú námskeið í tengslum við Microsoft 365, þar sem Teams, skjalavistun, Forms og Lists eru í fyrirrúmi. Námskeiðin þrjú styðja við hvert annað, þar sem þekking og færni eykst og styrkist með hverju námskeiðinu. Stafræn færni ríkisstarfsfólks styrkist því mest séu öll námskeiðin tekin.

Nánari upplýsingar á vef Promennt – https://www.promennt.is/is/namskeid/rikisstarfsmenn

Höfundur greinar

Íris Huld Christersdóttir Íris Huld Christersdóttir
Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Ríkiskaup

Tölvupóstur

rikiskaup@rikiskaup.is

Sími

530-1400