Verkefnin

Stofnstærð hvala mæld

20.12.2019

Hvernig getum við mælt stofnstærð hvala á skilvirkan og nýskapandi hátt? Svar við þessu fékk Hafrannsóknastofnun í þróunarsamvinnu við markaðinn.

 

Áskorunin

Til að fylgjast með stofnstærð hvala þarf að fljúga yfir hafflötinn og handtelja dýrin. Verkefnið krefst mikillar nákvæmni og hætta á tvítalningu er þó nokkur. Talningaraðferðin var handvirkur hallamælir sem var bæði seinlegur og ónákvæmur í notkun. Engin önnur lausn var í notkun í heiminum.

Hvað var gert?

Hafrannsóknastofnun hóf þróunarsamvinnu við einkaaðila sem þróaði nýja tækni sem skráir stafrænan punkt þegar smellt er á hnapp og þannig skráist hver hvalur inn í kerfið. Útkoman varð því ný afurð á markaði sem kallast PI geometer.

Hvaða virði skapaðist?

Aukin skilvirkni í starfi með aukinni nákvæmni í gegnum betri tækjabúnað. Tvískráningar og villur eru nánast úr sögunni.

Upplýsingar um verkefnið veita

Þorvaldur Gunnlaugsson hjá Hafrannsóknastofnun (thorvaldur.gunnlaugsson@hafogvatn.is)

Baldur Þorgilsson hjá PI Temp (baldur@pitemp.com)

Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Ríkiskaup

Tölvupóstur

rikiskaup@rikiskaup.is

Sími

530-1400