Verkefnin

Stafrænt heljarstökk Heilsugæslunnar

3.2.2021

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og Embætti Landlæknis fóru af stað við að finna stafrænar lausnir á því sem tengdist Covid-19, skimunum, skráningum og upplýsingagjöf. Byggt var á góðum innviðum og með samhentu átaki var hægt að ná fram bættri þjónustu á mjög skömmum tíma.

Áskorunin

Áskorun Heilsugæslunnar var gríðarlegt álag á allt kerfið vegna Covid-19. Margar fyrirspurnir bárust m.a. vegna sóttkvíar, óska um að komast í sýnatöku vegna einkenna auk þess sem Heilsugæslan sá um að gefa út niðurstöður vegna Covid sýnatöku. Ferlið var mjög þungt og erfitt, fáir komust að í sýnatöku, sýnatakan sjálf var flókin og hringja þurfti í fólk til að bóka það í sýnatöku og síðan að gefa fólki niðurstöður.

Hvað var gert?

Rafræn verkefni sem Heilsugæslan vann með Embætti Landlæknis fólust í því að einfalda þjónustu við almenning og gera hana sem mest stafræna auk þess að styrkja og bæta Heilsuveru þannig fólk gæti bókað sig sjálft í sýnatöku og fengið þar niðurstöðu sína. Að auki var allt ferlið straumlínulagað þannig að hægt væri að taka gríðarlegan fjölda sýna á hverjum degi.

 

 

Hvaða virði skapaðist?

Skilvirkni jókst gífurlega frá því að hægt var að taka um 100-200 sýni á dag upp í að kerfið annar nú allt að 2.000 sýnum daglega sem þýðir betri þjónustu við almenning og bættar sóttvarnir. Þjónustan var færð nærri almenningi sem gátu sjálfir skráð sig í sýnatöku í gegnum Heilsuveru og biðtími eftir sýnatöku styttist. Þessi aukna sjálfsþjónusta þýddi að starfsfólk heilsugæslunnar gat sinnt störfum sínum betur þar sem álag vegna símaþjónustu hafði snar minnkað.
Þverfagleg vinna þar sem heilbrigðisfólk vann með tæknifólki skilaði gríðarlega góðum árangri þar sem sköpuðust annars konar hugmyndir og lausnir sem skilaði þessu aukna virði í skilvirkni, bættum ferlum og þjónustu og verður reynslan nýtt til framtíðar, t.d. við bólusetningar gegn COVID.

Upplýsingar um verkefnið veita

Ingi Steinar Ingason hjá Embætti Landlæknis: ingist@landlaeknir.is

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins: ragnheidur.erlendsdottir@heilsugaeslan.is

Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Ríkiskaup

Tölvupóstur

rikiskaup@rikiskaup.is

Sími

530-1400