Verkefnin

Stafrænar hönnunarsamkeppnir arkitekta

18.12.2019

Ánægja ríkir með nýtt fyrirkomulag hönnunarsamkeppna arkitekta sem haldnar eru í samstarfi við Framkvæmdasýslu ríkisins. Ekki skemmir fyrir að þær spara fé og eru mun vistvænni en áður.

 

Áskorunin

Ferlar í hönnunarsamkeppnum ríkisins hafa verið nánast óbreyttir frá upphafi. Tillögum var skilað útprentuðum og þær svo límdar á fleka. Þessir starfshættir kölluðu á að leigja þurfti húsnæði fyrir dómnefndarstörf og til að sýna niðurstöður. Ferlið dýrt, þunglamalegt og ekki sérlega umhverfisvænt. Prenta þurfti út mikið efni á pappír ásamt því að aka með teikningar á staðinn með tilheyrandi umhverfisáhrifum og kostnaði fyrir þátttakendur.

 

Hvað var gert?

Lausnin var að gera samkeppnir um hönnun að fullu stafrænar, allt frá auglýsingum og tilkynningum til kynningar á úrslitum. Samráð var haft við Ríkiskaup og Arkitektafélagið sem vann að undirbúningi verkefnisins með Framkvæmdasýslu ríkisins. Í dag eru öll gögn send rafrænt og dómnefndarstörfin fara fram í gegnum tölvur. Niðurstöður eru svo birtar á vefnum og sýning haldin á vefjum allra sem að málinu komu.

Hvaða virði skapaðist?

Verkefnið hefur aukið ánægju hagsmunaaðila, skilað hagræðingu í rekstri og minnkað sóun. Talsvert fé sparaðist, bæði vegna vinnu að undirbúningi, í húsaleigu og prentkostnaði. Mat verkefnastjóra Framkvæmdasýslunnar er að kostnaður við rafræna samkeppni sé um 5-6 milljónum minni en við hefðbundna samkeppni. Er það sparnaður upp á um það bil 20%. Þar fyrir utan eru niðurstöður samkeppninnar aðgengilegar öllum og sparnaður í prenti vegur einnig þungt út frá umhverfissjónarmiðum.

Upplýsingar um verkefnið veita

Karl Pétur Jónsson, verkefnastjóri kynningar- og útgáfumála, karl.j@fsr.is

 

Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Ríkiskaup

Tölvupóstur

rikiskaup@rikiskaup.is

Sími

530-1400