Ferlar í hönnunarsamkeppnum ríkisins hafa verið nánast óbreyttir frá upphafi. Tillögum var skilað útprentuðum og þær svo límdar á fleka. Þessir starfshættir kölluðu á að leigja þurfti húsnæði fyrir dómnefndarstörf og til að sýna niðurstöður. Ferlið dýrt, þunglamalegt og ekki sérlega umhverfisvænt. Prenta þurfti út mikið efni á pappír ásamt því að aka með teikningar á staðinn með tilheyrandi umhverfisáhrifum og kostnaði fyrir þátttakendur.