Skilvirkari og umhverfisvænni útboð
11.8.2020Ástandið á tímum COVID-19 varð til þess að Ríkiskaup sér fram á að halda skilvirkari og jafnframt umhverfisvænni útboð sem auka jafnræði þátttakenda.
Á þessari síðu
Áskorunin
Hvað var gert?
Um útboð var að ræða þar sem mat á innsendum tilboðum var að mestu í höndum sérstakrar valnefndar. Bjóðendur fengu að kynna lausnir sínar fyrir valnefndinni sem mat tilboðin á grundvelli fyrirframgefinna valforsendna. Í stað þess að bjóðendur hittu valnefndina “augliti til auglitis” fóru kynningarnar fram í gegnum fjarfundarbúnað. Bjóðendur voru hvaðanæva úr heiminum og ef ekki hefði komið til Covid hefðu þeir allir ferðast hingað til lands með tilheyrandi kostnaði og umhverfisáhrifum. Í staðinn voru allar kynningarnar haldnar í gegnum fjarfundarbúnað og gekk það mjög vel. Ríkiskaup hafa í hyggju að hafa slíkt fyrirkomulag áfram þegar bjóðendur þurfa að kynna tilboð/lausnir sínar.
Hvaða virði skapaðist?
Upplýsingar um verkefnið veita
Hildur Georgsdóttir hjá Ríkiskaupum: hildur@rikiskaup.is