Verkefnin

Róbótar í kennslu

7.5.2019

Nemendur í Háskólanum á Akureyri sem komast ekki í lotu/kennslu t.d. vegna veðurs, geta samt verið með viðverðu í gegnum fjærveru-vélmenni sem þeir stýra sjálfir á tölvunni sinni.

 

Áskorunin

Hvernig getur Háskólinn á Akureyri betur þjónað nemendum sem alla jafna stunda nám sitt í sveigjanlegu nám? Hvernig er hægt að styðja við samskipti kennara og nemenda við Háskólann á Akureyri þar sem stór hluti nemenda er ekki staðsettur á Akureyri? Hvernig er hægt að komast betur til móts við nemendur og kennara sem vilja mæta í lotur/kennslu og/eða fundi á Akureyri en hafa ekki tök á því að komast, t.d. þegar veður eru válynd en það er skylda að mæta?

Staðan áður?

Þegar nemendur og kennarar hafa ekki átt tök á því að komast til Akureyra í lotur/kennslu og fundi, þá hefur oft verið boðið uppá fjarfundi (zoom, skype for business, facetime). Í þeim tilvikum tengist notandinn í gegnum tölvu eða snjalltæki á staðinn. Notandinn hefur enga stjórn á staðnum, það er að segja hann getur ekki hreyft sig úr stað til að sjá betur samnemendur eða samstarfsfólk eða til að sjá betur á skjái eða töflu til dæmis. Notandinn tekur ekki eins mikið „pláss“ í rýminu á þessum fundum eða kennslustundum og þeir sem eru á staðnum. Kennarinn eða samstarfsfólk á staðnum þarf að sjá til þess að hægt sé að koma á tengingu til að notandinn geti tengst.

Hvað var gert?

Háskólinn á Akureyri býður uppá fjærveru-vélmenni sem notaðar eru af bæði nemendum og kennurum til að mæta í lotur/kennslu og/eða fundi. Þegar til dæmis veður hefur hamlað samgöngur til Akureyrar þá hafa nemendur og kennara samt geta mætt í gegnum fjærverur. Fjærverum er stýrt af notandanum í gegnum tölvu eða snjalltæki og þannig getur hann farið um skólann og mætt í tíma og á fundi og tekið þátt í samtali og kennslu sem á sér stað á háskólasvæðinu. Notandinn getur fært sig um rýmið til að sjá betur samnemendur og samstarfsfólk og þannig tekur hann meira „pláss“ í rýminu á staðnum eða sambærilegt og aðrir sem eru á staðnum. Ef það er til dæmis setið við borð þá tekur fjærveran alveg sama pláss og aðrir við borðið.

Upplýsingar veitir Háskólinn á Akureyri.

Hafið samband við Auðbjörgu hjá Háskólanum á Akureyri, audbjorg@unak.is, s. 460-8051.

Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Ríkiskaup

Tölvupóstur

rikiskaup@rikiskaup.is

Sími

530-1400