Verkefnin

Mannauður á tímum áskorana hjá Reykjavíkurborg

3.2.2021

Velferðasvið Reykjavíkurborgar stóð frammi fyrir mikilli þjónustuþörf í Covid-19 faraldrinum, á meðan að aðrir vinnustaðir Reykjavíkurborgar voru kannski lokaðir eða starfsemi í lágmarki. Eins þurfti að veita þjónustuna á gjörólíkan hátt vegna sóttvarnarsjónarmiða. Ýmsar lausnir voru innleiddar til að bregðast við þessu breytta landslagi, sem sýndi hversu starfsfólk er sveigjanlegt og leggur mikið á sig þegar þörf er á.

Áskorunin

Að halda uppi órjúfanlegri þjónustu við viðkvæmustu hópana, s.s. aldraða, fatlaða og heimilislausa, var gríðarlega mikilvægt og gat verið flókið verkefni vegna COVID. Beiðnir um fjárhagsaðstoð jukust til að mynda um 35% og mikil aukning varð í tilkynningum um heimilisofbeldi og í barnaverndarmálum. Áskorunin var að styðja vel við starfsfólk og stjórnendur á þessum tímum svo að þau gætu annað aukinni eftirspurn undir auknu álagi.

Hvað var gert?

Auglýst var eftir starfsfólki af öðrum sviðum þar sem starfsemi var í algjöru lágmarki eða jafnvel lokuð, til að koma og vinna á þjónustusviðinu þar sem álag var mikið. Þannig voru tugir starfsmanna sem komu frá ÍTR og einnig frá menningar-og ferðamálasviði sem aðstoðuðu við verkefni sem þurfti að manna. Eins voru stofnuð viðbragðsteymi til að styðja við millistjórnendur og þeir kvattir til að hlúa sérstaklega vel að starfsfólki sínu.
Til þess að koma til móts við skjólstæðingana var mjög margt gert. Skjáheimsóknum til eldri borgara var hrint í framkvæmd og voru þær á annað þúsund, bæði spjall og eins aðstoð við ýmsa þætti eins og lyfjagjöf, næringu og hreyfingu. Þá voru ýmsar aðrar rafrænar lausnir nýttar í tómstundastarf t.d. í rafrænt skákmót.

Hvaða virði skapaðist?

Um 3.000 starfsmenn vinna hjá Reykjavíkurborg og þar af um 1600 sem starfa við órjúfanlega þjónustu s.s. aldraða, fatlaða og heimilislausa. Mikill samhugur og andi bjó í starfsfólki og allir voru tilbúnir að leggja mikið á sig. Ótrúlegur kraftur, vilji og samstaða reyndist vera til staðar hjá starfsfólkinu sem gerði það að verkum að verkefnið gekk mjög vel. Mikil ánægja var með það verkefni að bjóða starfsfólki að koma og aðstoða þar sem þörfin var mest og reyndist þessi sveigjanleiki mjög mikilvægur og var fólk bæði ánægð sem kom til starfa og þeir sem studdu við verkefnið að fá fólk til sín.

Þá hafa þau verkefni sem voru sett á laggirnar sýnt fram á möguleika í stafrænni tækni til þess að veita þjónustuna á nýjan hátt sem mikilvægt er að læra af og taka með sér til framtíðar.

Upplýsingar um verkefnið veita

Regína Ástvaldsdóttir hjá Reykjavíkurborg: regina.astvaldsdottir@reykjavik.is

Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Ríkiskaup

Tölvupóstur

rikiskaup@rikiskaup.is

Sími

530-1400