Verkefnin

Kvikmyndasafn Íslands á stafrænt form

14.5.2021

Hægt er að “endurnýta” nýsköpun annarra og byggja á reynslu þeirra. Kvikmyndasafn Íslands bætti þjónustu sína svo um munar, þegar þau nýttu sér tækni frá Danska kvikmyndasafninu sem varð til þess að almenningur hefur núna aðgang að gömlu kvikmyndaefni á vef Kvikmyndasafnsins. Með því að opna aðgang almennings að kvikmyndasafni þjóðarinnar, fjölgaði heimsóknum á vef þeirra um mörg þúsund á dag. Vefurinn var heimsóttur 70 þúsund sinnum fyrstu tvo dagana eftir opnun sem sýnir áhuga Íslendinga á sögu sinni og þjóð. Gamlir sögulegir gullmolar eru nú aðgengilegir almenningi frítt. Þetta er gott dæmi um farsælt samstarf, þvert á landamæri þar sem allir fá eitthvað fyrir sinn snúð.

Áskorunin

Ekkert var birt af efni safnsins áður. Efni safnsins var á filmum og þurfti að byrja á því að stafvæða það. Kvikmyndasafni Íslands langaði til þess að almenningur gæti nálgast gamalt myndefni úr safninu og að opna þannig glugga inn í kvikmyndaarfinn allt frá upphafi. Stærsta áskorunin var fjárhagsleg en safnið samdi við danska kvikmyndasafnið um að gera vefinn að tilraunaverkefni til að laða aðrar þjóðir inn í verkefnið og var kostnaður því í lágmarki.

Hvað var gert?

Kvikmyndasafn Íslands hafði samband við Det danske filminstitut DFI og fékk upplýsingar um vef þeirra Danmark på film. Safnið samdi um að gerast tilraunaaðili til að laða aðrar þjóðir inn í verkefnið og var kostnaður því í lágmarki. Danski vefurinn „Danmark på film“ hefur verið í þróun árum saman hjá DFI og mikið fjármagn lagt í hann. Hannað var íslenskt viðmót í sama stíl. Kvikmyndasafn Íslands fékk aðgang að umhverfinu, mikla aðstoð frá danska safninu og greiddi aðeins fyrir þjónustu sem þurfti að greiða öðrum tækniaðilum en DFI. Kvikmyndasafn Íslands hefur sett um 600 myndskeið inn og opnaði vefurinn í maí 2020. Efni er sett inn á vefinn eftir því sem stafrænni væðingu vindur fram á Kvikmyndasafni Íslands.

 

Hvaða virði skapaðist?

Þjónusta við almenning tók stakkaskiptum. Heimsóknir á vefinn voru 16.000 fyrstu tvo dagana og eru nú nokkur hundruð og upp í 3000 á dag. Íslenska þjóðin fékk aðgang að gullmolum úr vörslu safnsins, og þar með aðgang að sögu þjóðarinnar. Á vefnum eru mörg myndskeið sem sýna landbúnað, sjávarútveg og ýmiss konar verklag á árum áður. Eins fær þjóðin að sjá merkustu tímamót í sögu hennar svo sem lýðveldisstofnun 1944, Halldór Laxness að taka á móti Nóbelsverðlaunum, viðtöl við ýmsa höfunda, heimildarmyndir og margt fleira sem viðkemur Íslandi og íslenskri sögu.

Upplýsingar um verkefnið veita

Þóra Ingólfsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands, thora@kvikmyndasafn.is

 

 

Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Ríkiskaup

Tölvupóstur

rikiskaup@rikiskaup.is

Sími

530-1400