Verkefnin

Fleiri tilboð – rafræn útboð

3.6.2019

Ríkiskaup býður upp á rafræn útboð og notkun á hæfisyfirlýsingum (ESPD).

 

Áskorunin

Fá fleiri tilboð í opinberum útboðum, að auðvelda tilboðsgerð fyrir bjóðendur og minnka skjalakröfur í tilboðsgerð.

Staðan áður

Tilboð voru send með öllum hæfisgögnum og öllum tilboðsgögnum í umslögum og opnuð á formlegum opnunarfundum á skrifstofu Ríkiskaupa í Borgartúni.

Hvað var gert?

Ríkiskaup innleiddi rafræna útboðskerfið tendsign.is og í gegnum það eru nú öll útboð íslenska ríkisins komin í rafræna umgjörð. Jafnframt er boðið upp á rafræna hæfisyfirlýsingu (ESPD skjal) en með því geta bjóðendur lýst yfir hæfi sínu án þess að senda strax inn öll sönnunargögnin um hæfi. Það tilboð sem kemur til greina fær svo tækifæri til að bæta við þeim hæfis-sönnunargögnum sem upp á vantar.

Þetta minnkar skjalakröfur því nú þurfa ekki allir bjóðendur að láta fylgja með öll sönnunargögn um hæfi svo sem frá lífeyrissjóðum um skuldleysi, tilkynningar frá skattinum eða sönnunargögn um reynslu heldur bara bjóðandinn með hagkvæmasta tilboðið. Með rafrænum ferlum er auðveldara að senda inn tilboð, og fleiri tilboð eru farin að berast og því meiri samkeppni. Þetta stuðlar að hagkvæmari innkaupum ríkisins.

ESPD formið er svo hægt að endurnýta í næstu verkefnum, eftir að bjóðandi er einusinni búinn að fylla út hæfisyfirlýsingu getur hann notað hana aftur og aftur.

Virði sem skapaðist

Vinnusparnaður fyrir bjóðendur, lægra vistspor í tilboðsgerð, fleiri tilboð, meiri samkeppni og hagkvæmari innkaup fyrir opinbera aðila.

Upplýsingar veitir Ríkiskaup

Hafið samband við Ríkiskaup til að fá nánari upplýsingar um notkun á rafræna útboðskerfinu tendsign.is  Opinberir aðilar eru nú skyldugir til að nota rafræn útboðskerfi og þetta, og fleiri kerfi, eru á markaði.

Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Ríkiskaup

Tölvupóstur

rikiskaup@rikiskaup.is

Sími

530-1400