Verkefnin

BRÚIN – Aukin samvinna

3.6.2019

Markmið verkefnisins er meðal annars að auka lífsgæði leik- og grunnskólabarna í Hafnarfirði.

Áskorunin

 • Langir biðlistar eftir úrræðum og þjónustu
 • Aðgengi að sérfræðiþjónustu í gegnum Fjölskylduþjónustu bæjarins einskorðaðist við barnaverndarmál eða mál þar sem barn var með skilgreinda fötlun eða ráðgjöf við einstaklinga í gegnum ráðgjafateymi fyrir fullorðna. Lítið aðgengi að almennri ráðgjöf
 • Álag á kennurum og starfsfólki skólanna
 • Leiðir til að fá þjónustu í gegnum barnavernd og greiningaferli takmarkað og var ómarkvisst samráð á milli sviða bæjarins sem þjónustaði sömu börnin/fjölskyldurnar. Ólíkir aðilar innan sömu stofnunanarinnar að þjónusta fjölskylduna án þess að aðilar vissu að því sem gerir það erfitt fyrir foreldra og skóla að fóta sig
 • Úrræði til úti í skólum sem ef til vill væri hægt að nýta betur og á markvissari hátt

Hvað var gert?

 • Farið var markvisst í það að auka samvinnu á milli Fjölskylduþjónustu og Fræðslu- og frístundaþjónustu.  Unnið var í því að gera verkferla skýrari og markvissari bæði innan hvers svið og á milli sviðanna. Veggur var fjarlægður í húsinu sem aðskildi sviðin tvö. Sameiginlegir fræðsludagar, morgunkaffi og hópeflisstundir fyrir starfsfólk beggja sviða.
 • Lögð var áhersla á að byggja brú á milli skólanna og stoðþjónustu sveitarfélagsins sem fól í sér að: Búa til verkferil um hvernig mál vinnst í  skólanum áður en því er vísað áfram og hvernig því er í vísað í gegnum Fjölskyldþjónustu og Fræðslu- og frístundaþjónustu, heilsugæslu/BUGL ef þörf er á sérhæfðari þjónustu. Auka samskipti milli starfsfólks sviðanna annars vegar og við skólana hins vegar. Auka ráðgjöf og samstarf við starfsfólk skólanna.
 • Auk þessa þurfti að: Beita snemmtækum úrræðum. Valdefla starfsfólk skólanna og styrkja þau úrræði sem þeir hafa og sem þegar eru til.

Hvaða virði skapaðist?

BRÚIN er einungis búin að vera starfrækt í tæpt á og því eru enn unnið að þeim markmiðum sem sett voru í upphafi.

Stefnt er að eftirfarandi virði muni skapast með BRÚNNI:

 • Aukin lífsgæði leik- og grunnskólabarna í Hafnarfirði
 • Með BRÚNNI stefnum við á veita þjónustu fyrr í ferlinu, að færri málum barna með fjölþættan vanda verði vísað í þjónustu til sveitafélagsins
 • Aukinni skilvirkni með meiri skipulögðum vinnubrögðum eins og verkferlum og skýru vinnulagi,
 • Skýra og skilgreina betur hvaða úrræði eru til staðar og hvernig eru þau nýtt
 • Aukinni samvinnu á milli þjónustuaðila fjölskyldunnar

Upplýsingar um verkefnið veita

Fanney Dóróthe Halldórsdóttir Sviðstjóri Fræðslu- og frístundaþjónustunnar Hafnarfjarðar, fanney@hafnarfjordur.is

Hulda Björk Finnsdóttir verkefnastjóri (MPM) BRÚARINNAR, hulda@hafnarfjordur.is

Rannveig Einarsdóttir sviðstjóri Fjölskylduþjónustunnar, rannveig@hafnarfjordur.is

 

Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Ríkiskaup

Tölvupóstur

rikiskaup@rikiskaup.is

Sími

530-1400