Verkefnin

App í stað afladagbóka á pappír

9.4.2019

Fiskistofa býður upp á smáforrit fyrir snjalltæki í stað pappírs-afladagbóka.

 

Áskorunin

Betri skil á aflaskráningu minni skipa og báta sem hafa verið undanþegin rafrænni skilaskyldu. Auka rekjanleika og bæta áhættugreiningu við eftirlit.

Staðan áður

Aflaskráning í afladagbækur á pappír. Blöð úr bókinni send til Fiskistofu og Hafrannsóknarstofnunar og þar handskráð í tölvu.

Hvað var gert?

Fiskistofa lét smíða, í samstarfi við Hafrannsóknastofnun, smáforrit fyrir snjalltæki sem mun taka við af pappírsskráningu. Með þeim hætti opnast einnig möguleiki á að tryggja rekjanleika afla frá veiðistað. Smáforritið skilar gögnum beint inn í aflagrunn Fiskistofu og nýtist til eftirlits. Verkefnið er í raun tvíþætt, annars vegar útfærsla gagnagrunns fyrir móttöku upplýsinganna sem þróaður var hjá upplýsingatæknisviði Fiskistofu og hins vegar smáforrit sem þróað var í samvinnu við sérfræðinga í smíði snjalllausna.

Virði sem skapaðist

Virði og vinnusparnaður fyrir útgerðir og skipstjórnarmenn á þeim bátum sem nýta appið sem og stjórnsýsluna.

Upplýsingar veitir Fiskistofa

Hafið samband við UT svið Fiskistofu til að fá upplýsingar um aflaskráningarappið, fiskistofa@fiskistofa.is. Samstarfsaðili við smíði snjallforrits: Stokkur Software.

Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Ríkiskaup

Tölvupóstur

rikiskaup@rikiskaup.is

Sími

530-1400