Verkefnin

Ábendingar til borgarinnar

31.5.2019

Markmið verkefnisins var að auðvelda borgarbúum að senda inn ábendingar til borgarinnar og auka yfirsýn starfsmanna.

Áskorunin

Gera íbúum auðveldara um vik að senda inn ábendingar um hvað sem er. Gera vinnslu ábendinga auðvelda fyrir starfsmenn borgarinnar og gera tengiliðakerfi sem tryggði svörun ábendinga.

Staðan áður

Hægt var að senda inn ábendingar með ýmsum hætti en ekkert heildaryfirlit var með því hvar og hvernig það var gert. Verulegir gallar voru í viðmóti helsta ábendingakerfis borgarinnar og notendur áttu erfitt með að senda inn ábendingar auk þess sem svörun til íbúa var mjög ábotavant jafnvel þó brugðist hafi verið við ábendingum.

Hvað var gert?

Smíðað var einfalt form í Drupal vefkerfi borgarinnar ásamt bakenda fyrir starfsmenn þar sem þeir vinna með ábendingar og senda svör til íbúa. Tengt var í kortakerfi til þess að hægt væri að senda staðsetningu með ábendingu.

Hvaða virði skapaðist

Reykjavíkurborg hefur nú yfirsýn yfir þær ábendingar sem berast, svartíma og greiningu eftir tegundum ábendinga. Svörun til íbúa er nú mun betri og þar með aukið traust sem er borginni mikils virði. Að auki má færa rök fyrir því að það gera íbúum auðvelt að senda inn ábendingar spari verulega í viðhaldi þar sem hægt er að bregðast hratt og vel við þegar eitthvað er að fara úrskeiðis í borginni.

Upplýsingar um verkefnið veita

Sunna Þrastardóttir, Þjónustuver Reykjavíkurborgar, sunna.thrastardottir@reykjavik.is

Hreinn Valgerðar Hreinsson, Stafræn Reykjavík, hreinn@reykjavik.is

Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Ríkiskaup

Tölvupóstur

rikiskaup@rikiskaup.is

Sími

530-1400