Fréttir & greinar

Umbætur og nýsköpun í fjármálaáætlun 2021-2025

27.11.2020

Umbóta- og nýsköpunarstarf fær aukið vægi í tengslum við uppbyggingar- og fjárfestingaráform stjórnvalda til að vega á móti afleiðingum heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Þetta endurspeglast í svokölluðum umbótakafla fjármálaáætlunar sem birtist ár hvert og lýsir umbótum í ríkisrekstri sem stjórnvöld leggja áherslu á hverju sinni.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur nú birt yfirlit yfir þessi umbótaverkefni á vef sínum og má nálgast það efni HÉR.

Á síðustu mánuðum hafa verið tekin stór umbótaskref í að bæta skilvirkni opinberrar þjónustu og aðgengi almennings að henni í gegnum þær hröðu umbreytingar sem opinber þjónusta þurfti að ganga í gegnum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, verkefni sem kröfðust nýsköpunargetu opinberra aðila og samstarfs við almenning og fyrirtæki í landinu. Á Nýsköpunardegi hins opinbera sem haldinn verður þann 21. janúar næstkomandi verður fjallað um hraðar breytingar í umhverfi opinberrar þjónustu síðustu mánuði og reynt að draga lærdóm af því til framtíðar.

Stærsta umbótaverkefni stjórnvalda þessi misserin er verkefnið um stafrænt Ísland. Stafræn væðing bætir ekki aðeins þjónustu heldur einnig samkeppnishæfni samfélagsins og er undirstaða fyrir jöfnun búsetuskilyrða í landinu. Með aukinni stafrænni opinberri þjónustu skapast tækifæri til hagvaxtar til framtíðar með því að kostnaður við þjónustuna lækkar og umhverfisáhrif hennar minnka.Við hvetjum alla opinbera aðila að kynna sér vel þau tækifæri sem felast í samvinnu við Ísland.is til þess að bæta þjónustu sína og skilvirkni.

Þá er áhersla á umhverfi stöðugra umbóta hvatinn að umbótasamtölum sem hófust haustið 2020 hjá öllum stofnunum ríkisins í kjölfar kjarasamninga. Þess er vænst að þau hvetji til umbóta og framþróunar í vinnustaðamenningu ríkisins með áherslu á nýsköpun og góða þjónustu.

Höfundur greinar

Íris Huld Christersdóttir Íris Huld Christersdóttir
Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Ríkiskaup

Tölvupóstur

rikiskaup@rikiskaup.is

Sími

530-1400