Umbætur

Umbætur

Fjármála- og efnahagsráðuneytið fer með málefni nýsköpunar hjá hinu opinbera sem fellur undir verkefni skrifstofu stjórnunar og umbóta í ráðuneytinu. Á vettvangi sveitarfélaga er það Samband íslenskra sveitarfélaga sem hefur sambærilegt hlutverk.

Þessi vefsíða er ætluð opinberum aðilum til þess að miðla verkefnum sín á milli og endurnýta góðar hugmyndir. Vefsíðan er á forræði fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Ef þú vilt senda inn erindi getur þú gert það HÉR

Hvers vegna er mikilvægt að vinna að umbótum hjá hinu opinbera?

Starfsemi hins opinbera er fjölbreytt og snertir hag flestra landsmanna. Stöðugt þarf að vinna að því að bæta gæði opinberrar þjónustu og að tryggja að hún sé veitt með þarfir notandans að leiðarljósi. Einnig er mikilvægt að skipulag starfsemi ríkisins sé með þeim hætti að hægt sé að bregðast við breyttum aðstæðum og nýjum áskorunum.

Finna má umfjöllun um umbætur í Fjármálaáætlun 2020-2024.

Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?