Fréttir & greinar

Um 100 fundir á nýafstöðnu Nýsköpunarmóti

11.6.2021

Nýsköpunarmót á milli opinberra aðila og fyrirtækja lauk í fyrstu viku júní mánaðar, en í þetta sinn stóð mótið yfir í heila viku þar sem þátttakendum stóð til boða að bóka stutta vef fundi sín á milli.

Alls voru um 70 þátttakendur skráðir og voru haldnir rúmlega 100 fundir á milli aðila.

Opinberir aðilar skráðu inn þær áskoranir sem þeir standa frammi fyrir og vildu fá samtal við markaðinn um. Þetta er í annað sinn sem Nýsköpunarmótið er haldið, en síðast var það haldið haustið 2019.

Opinberir aðilar voru að leita að ýmis konar lausnum að þessu sinni:

“Leitum að áhugaverðum samstarfsaðilum úr hópi sprota- og nýsköpunarfyrirtækja sem hafa þróað eða eru að þróa lausnir sem gætu nýst hinu opinbera, sér í lagi á vefnum Ísland.is og/eða í gegnum vefþjónustur.”

“Innleiðingu þaulreyndra lausna úr öðrum geirum eða öðrum samfélögum í skólphreinsistöðvum Veitna.” Til þess að takast á við fituríkan úrgang og stoppa urðun hans.

“Lausnir til að nýta gervigreind og auka sjálfvirknivæðingu”.

Stefnt er að því að halda Nýsköpunarmótið að nýju, vorið 2022 á Nýsköpunardeginum og hafa því opinberir aðilar góðan tíma til að huga að nýjum áskorunum til að fara með á mótið.

Opinberir aðilar geta nýtt sér nýsköpun á margvíslegan hátt í formlegum innkaupum, útboðum sem eru auglýst sem slík, og einnig í innkaupum undir viðmiðunarfjárhæðum og innkaupum sem eru undanskilin viðmiðunarfjárhæðum. Nýsköpunarmótið er hugsað til að styðja við alla innkaupaferla. Hér má auk þess finna leiðbeiningar til opinberra aðila varðandi opinber nýskapandi innkaup.

Í nýrri innkaupastefnu ríkisins er lögð áhersla á að innkaup séu hagkvæm, vistvæn og nýskapandi. Enda er markmið laga um opinber innkaup er að tryggja jafnræði fyrirtækja, stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni og að efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, verkum og þjónustu.

Höfundur greinar

Hildur Arnardottir Hildur Arnardottir
Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Ríkiskaup

Tölvupóstur

rikiskaup@rikiskaup.is

Sími

530-1400