Fréttir & greinar

Tækifærin gætu leynst í gömlu samningunum

8.9.2021

Gríðarleg tækifæri felast í stafvæðingu á þjónustu hins opinbera. Framundan eru miklar breytingar á því hvernig fólk nálgast þjónustuna og kröfur til opinberra aðila aukast því með hverjum deginum. Þegar kemur að fjármögnun á þessum nýsköpunarverkefnum eru mikil tækifærin fólgin í því að rýna vel eldri samninga og eldri kerfi. Útgjöld ríkisins (A-hluta ríkissjóðs) – gjaldfærð útgjöld í upplýsingatækni voru 10 milljarðar 2020 og því ljóst að miklir peningar eru nú þegar í umferð hjá stofnunum ríkisins.

Þegar líður á samningstíma kemur fyrir að opinberir aðilar uppgötva að þeir eru í þröngri samningsstöðu gagnvart birgjum sínum og teljast læstir í núverandi fyrirkomulagi. Slík staða getur til lengri tíma reynst mjög kostnaðarsöm og þrengt þá stöðu sem rekstraraðilar hafa til nýsköpunar og fjárfestingar í betri þjónustu.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur útbúið leiðbeiningar sem ætlaðar eru til að aðstoða opinbera aðila við að koma í veg fyrir óæskilega læsingu hjá birgjum auk þess sem farið er yfir leiðir sem geta gagnast við að komast úr læstri stöðu. Þá fjármuni sem sparast má svo nýta til hagræðingar, bættrar þjónustu og aukinnar nýsköpunar. Mikilvægt er að opinberir rekstraraðilar rýni alla eldri samninga með hliðsjón af leiðbeiningunum og hvetjum við því alla til þess að lesa efnið og vekja athygli á þessum möguleikum.

Á ráðstefnu Stafræns Íslands í lok ágúst mánaðar var umfjöllun um þessi tækifæri og má nálgast upptöku af fyrirlestrinu HÉR.

 

Höfundur greinar

Guðrún Birna Finnsdóttir Guðrún Birna Finnsdóttir
Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Ríkiskaup

Tölvupóstur

rikiskaup@rikiskaup.is

Sími

530-1400