Fréttir & greinar

Tækifæri til að láta ljós þitt skína í Dubai!

8.10.2019

Árlega veitir OECD, í samvinnu við Stofnun Mohammed Bin Rashid í opinberri nýsköpun, nýsköpunarverðlaun í Dubai og er nú komið að því að áhugasamir sendi inn sín verkefni.

Í fréttatilkynningu um verðlaunin segir: “Við hvetjum frumkvöðla frá öllum heimshornum til að senda inn nýsköpunarverkefni sín, sem munu ýta undir rannsóknir á alþjóðlegri nýsköpunarþróun og sem verður deilt á alþjóðavettvangi til að hvetja aðra til að vinna á nýjan og skapandi hátt.”

Á síðustu árum hafa nokkrir íslenskir aðilar sent inn sín verkefni og verður spennandi að sjá hvort eitthvert þeirra endi í Dubai í ár.

Hægt er að senda inn efni frá og með 14. október næstkomandi en lesa má um verkefnið HÉR.

Höfundur greinar

Íris Huld Christersdóttir Íris Huld Christersdóttir
Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Ríkiskaup

Tölvupóstur

rikiskaup@rikiskaup.is

Sími

530-1400