Fréttir & greinar

Stafrænt Ísland opnar vefsíðu

31.5.2019

Verkefnastofa um stafrænt Ísland hefur nýlega opnað vefsíðu þar sem nálgast má upplýsingar um verkefnastofuna og nálgast stafrænt fræðsluefni, leiðbeiningar, tæki og tól sem allir geta nýtt sér. Hvetjum við alla til þess að kynna sér þetta!

Verkefnastofan vinnur að verkefnum sem ganga þvert á stofnanir ríkisins og sveitarfélaga og snúa að því að auka skilvirkni í samskiptum einstaklinga og fyrirtækja við hið opinbera með því að bjóða upp á skýra, einfalda og hraðvirka þjónustu.

Megináherslur verkefnastofunnar til ársloka 2020 eru þrjár:

  1. Að auka og bæta stafræna opinbera þjónustu á Ísland.is.
  2. Að byggja upp og styrkja grunninnviði upplýsingatækni.
  3. Að auka samrekstur stofnana á sviði upplýsingatækni.

Aðgerðaáætlun um eflingu stafrænnar þjónustu var samþykkt á ríkisstjórnarfundi föstudaginn 31. maí síðastliðinn. Efling þjónustunnar er eitt af forgangsmálum stjórnvalda og því hafa verið unnar tillögur að aðgerðum sem leggja munu grunn að því að Íslandi verði á meðal þeirra fremstu í heiminum þegar kemur að stafrænni stjórnsýslu og opinberri þjónustu.

Höfundur greinar

Íris Huld Christersdóttir Íris Huld Christersdóttir
Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Ríkiskaup

Tölvupóstur

rikiskaup@rikiskaup.is

Sími

530-1400