Fréttir & greinar

Stafrænt Ísland

15.9.2021

Aukin samkeppnishæfni, bætt opinber þjónustu, öruggari innviðir og nútímalegt starfsumhverfi hins opinbera eru markmið Stefnu hins opinbera um stafræna þjónustu sem var gefin út nýlega.

Sýnin er að Ísland sé meðal allra fremstu þjóða heims á sviði stafrænnar þjónustu. Stafræn þjónusta verði notuð til þess að skapa öflugt samfélag með aukinni samkeppnishæfni sem leiðir til verðmætasköpunar og myndar grundvöll hagsældar. Stafræn þjónusta er skýr, örugg, einföld og hraðvirk. Upplifun notenda af þjónustunni stenst samanburð við þjónustu eins og hún gerist best. Almenningur og fyrirtæki í landinu komast beint að efninu, hvar og hvenær sem er, sem sparar dýrmætan tíma fólks. Jafnframt minnka áhrif þjónustunnar á náttúruauðlindir. Samhliða stefnunni verða gefnir út mælikvarðar og aðgerðaáætlun.

Mikið hefur áunnist í stafrænni vegferð hins opinbera undanfarið og markar stefnan sýnina til næstu ára þar sem mikilvægt er að byggja enn frekar á þeim árangri sem áunnist hefur.

Bæði aðilar ríkis og sveitarfélaga leggja sífellt meiri áherslu á stafræna þjónustu og má þar nefna gífurlega aukningu á stafrænni þjónustu í gegnum Ísland.is og inni á Heilsuveru. Sveitarfélögin í landinu hafa einnig opnað upplýsingavef um stafræna þróun sveitarfélaganna þar sem mörg framfaraverkefni eru í vinnslu. Vefráðstefna sveitarfélaga um stafræna umbreytingu fer fram miðvikudaginn 29. september n.k. frá 09:00-12:30.

Í lok ágúst var haldin ráðstefna Stafræns Íslands þar sem farið var yfir árangurinn ásamt því að kynnt voru ýmsar leiðir sem standa opinberum aðilum til boða. Hægt er að horfa á ráðstefnuna á vef Ísland.is.

Höfundur greinar

Íris Huld Christersdóttir Íris Huld Christersdóttir
Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Ríkiskaup

Tölvupóstur

rikiskaup@rikiskaup.is

Sími

530-1400