Fréttir & greinar

Stafræn hæfni

16.6.2021

Á vef Starfsmenntar býðst starfsfólki aðildarfélaga að sækja gjaldfrjálst nám í stafrænni hæfni. Stafræn hæfni er gífurlega mikilvægur þáttur í því að ná fram umbótum í starfi hins opinbera og ættu allir starfsmenn að skoða möguleikann á þátttöku. Námskeiðið er einungis klukkutími að lengd og samanstendur af stuttum kynningarmyndböndum.

Í kjölfar námskeiðsins er tilvalið að fá yfirlit yfir persónulega hæfni á vef VR sem kallast Stafræna hæfnihjólið. Á vefnum má finna sjálfsmatspróf sem kortleggur stafræna hæfni einstaklinga.

Lýsing á náminu frá vef Starfsmenntar: “Notkun stafrænnar tækni er mjög víðfeðm í íslensku samfélagi og nær til margvíslegra viðfangsefna. Stafræn hæfni snýst um að geta beitt viðeigandi þekkingu og færni, en einnig að vera reiðubúin/n að endurskoða viðhorf sín og vera tilbúin/n að prófa nýja tækni. Námið er fyrst og fremst hugsað sem vitundarvakning og stuðningur til sjálfshjálpar í stafrænum heimi. Efling almennrar stafrænnar hæfni er því samfélagslegt verkefni og stuðlar að því að styrkja mannauð og auka atvinnu- og samkeppnishæfni hvers og eins.”

Helstu markmið með náminu eru að efla getu þátttakenda til að:

  • skilgreina, finna, sækja, geyma, skipuleggja og greina stafrænar upplýsingar og meta gildi þeirra og tilgang.
  • eiga í samskiptum og samstarfi við hópa fólks á netinu og vera fær um að nota viðeigandi samskiptamáta, tón og hegðun.
  • búa til, stilla og breyta stafrænu efni, ásamt því að leysa tæknileg vandamál og finna leiðir til að nýta sér kosti tækninnar.
  • nota stafræna tækni á öruggan og sjálfbæran hátt hvað varðar gögn, auðkenni og vinnutengt tjón, ásamt því að huga að löggjöf því tengdu, réttindum og skyldum.

Kynntu þér námið frekar HÉR

Einstök myndbönd má einnig nálgast á vef Starfsmenntar inn á Youtube

Höfundur greinar

Íris Huld Christersdóttir Íris Huld Christersdóttir
Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Ríkiskaup

Tölvupóstur

rikiskaup@rikiskaup.is

Sími

530-1400