Fréttir & greinar

Sprotar vs áskoranir hins opinbera á hraðstefnumóti

20.5.2019

 

Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Ríkiskaup og fjármála- og efnahagsráðuneytið standa að nýsköpunarmóti haustið 2019.

Á nýsköpunarmóti er verið að para saman fyrirtæki í nýsköpun við áskoranir hins opinbera. Opinberir aðilar hafa ýmsa möguleika skv. lögum um opinber innkaup til að nýta sér aðkomu nýsköpunarfyrirtækja í þróun og rannsókn á þjónustu. Hægt er að gera samninga undir viðmiðunarmörkum og einnig hægt að nýta sér upplýsingar á nýsköpunarmóti til að móta betur þarfalýsingar í opinberum útboðum. Nýsköpunarmótið mun leitast við að:

a) auka aðgengi nýsköpunarfyrirtækja að opinberum aðilum

b) auka nýsköpun í opinberum samningum

c) auka samráð við almenning og fyrirtæki um þær áskoranir sem hið opinbera stendur frammi fyrir

Nánari upplýsingar og skráning til þátttöku:

www.nyskopunarmot.is

 

 

 

Höfundur greinar

Guðrún Birna Finnsdóttir Guðrún Birna Finnsdóttir
Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Ríkiskaup

Tölvupóstur

rikiskaup@rikiskaup.is

Sími

530-1400