Nýsköpun

Hvað er nýsköpunarvogin?

Nýsköpunarvogin er viðamikil könnun á nýsköpun hjá hinu opinbera. Fjármála- og efnahagsráðuneytið stendur fyrir Nýsköpunarvoginni í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Tilgangur Nýsköpunarvogarinnar er að kortleggja og meta umfang nýsköpunar hjá hinu opinbera. Hvernig stendur hið opinbera? Erum við að hugsa hlutina upp á nýtt?

Skilgreining á opinberri nýsköpun sem notuð er í verkefninu um Nýsköpunarvogina er byggð á skilgreiningu OECD í Oslóar handbókinni um nýsköpun í einkageiranum og hefur verið sniðin að opinberri þjónustu af dönsku nýsköpunarstofnuninni COI.

Opinber nýsköpun er ný eða umtalsvert breytt aðferð til að bæta starfsemi og árangur á vinnustaðnum. Nýsköpunin þarf að fela í sér nýjungar fyrir vinnustaðinn en hún má hafa verið notuð annars staðar áður eða hafa verið þróuð af öðrum.

Skilyrði er að nýsköpunarverkefnið hafi skapað virði til að mynda í gegnum aukin gæði í þjónustu, aukna skilvirkni vinnustaða, aukna þátttöku almennings og bætta starfsánægju. Opinber nýsköpun getur líka aukið virði fyrir nærumhverfið.

0 % nýskapandi

Fjöldi stofnana sem hafa innleitt eitt eða fleiri nýsköpunarverkefni síðastliðin tvö ár

0 % aukin gæði

Hlutfall verkefna sem skiluðu sér í auknum gæðum

0 % aukin skilvirkni

Hlutfall verkefna sem skiluðu sér í aukinni skilvirkni

0 þátttakendur

751 opinber vinnustaður fengu könnunina senda og tóku 272 þátt

0 % svarhlutfall

Heildarsvarhlutfall var 36 %. Svarhlutfall ríkisstofnana var 60 % en vinnustaða sveitarfélaga 27 %

0 % starfsfólk

Starfsfólk er stór drifkraftur þess að nýsköpunarverkefni eru sett af stað en í yfir helmingi tilfella er það starfsfólk sem varð einkum til þess að verkefnið var sett af stað

Niðurstöður

Niðurstöður fyrir stofnanir ríkisins

Hér að neðan má sjá niðurstöður könnunarinnar fyrir stofnanir ríkisins. Í glugganum undir “spurningar” getið þið flett á milli spurninganna og séð heildarniðurstöður. Skoða má mismunandi breytur eins og höfuðborg/landsbyggð og stærð stofnunar með því að fletta á milli síðna. Mælum við með því að stækka myndina neðst í hægra horni hennar.

Nýsköpun

Aðferðafræði

Gagnaöflun fór fram með tveimur spurningalistum sem lagðir voru fyrir annars vegar ráðuneytisstjóra og hæstráðanda innan sveitarfélaga og hins vegar vinnustaði á sveitarstjórnarstigi og stofnanir ráðuneyta.

Úrtakið var 543 vinnustaðir á sveitarstjórnarstigi og 208 vinnustaðir hjá ríkinu.

Á sveitarstjórnarstigi var könnuninni beint til leikskóla, grunnskóla, stjórnsýslu sveitarfélaga, velferðar- og félagsþjónustu og tómstundarsviðl þar sem það á við.

Hjá ríkinu var könnunin send á stofnanir ráðuneyta að undanskildum hlutafélögum og nefndum. Ef stofnun var með fleiri en 160 starfsmenn fengu sviðstjórar viðkomandi stofnunar könnunina senda en annars var henni beint til forstöðumanns.

Gagnaöflun fór fram í samvinnu við Outcome kannanir ehf.

Svarhlutfall fyrir könnun á meðal ríkisstofnana var 60%. Svarhlutfall fyrir könnun á meðal vinnustaða sem heyra undir sveitarstjórnarstig var 27%.

Frekar má lesa um verkefnið í ritgerð Daða Más Steinssonar HÉR og á vef dönsku nýsköpunarstofnunarinnar.

Spurningar

Algengar spurningar

Fréttabréfið verður sent út á nokkurra vikna fresti til þess að vekja athygli á áhugaverðum verkefnum og viðburðum. Hægt er að skrá sig með því að fylgja þessum hlekk HÉR.

Tilgangur síðunnar er sá að opinberir aðilar endurnýti verkefni hvors annars og því er mikilvægt að fá innsendar verkefnislýsingar frá opinberum vinnustöðum. Við leggjum áherslu á að verkefnin séu að fullu innleidd og hafi skilað sér í auknu virði. Sendið okkur línu HÉR

 

Opinber nýsköpun er sú nýsköpun sem á sér stað innan opinberra vinnustaða. Nýsköpun felur í sér verkefni sem eru ný fyrir vinnustaðinn sjálfan og skapa virði.

Nýsköpun getur skapað virði í gegnum aukin gæði í þjónustu, aukna skilvirkni vinnustaða, aukna þátttöku almennings og bætta starfsánægju. Opinber nýsköpun getur líka aukið virði fyrir nærumhverfið.

Nýsköpunar verkefnin geta verið af ýmsu tagi en eiga það sameiginlegt að vera ný eða umtalsvert breytt aðferð til að bæta starfsemi og árangur á vinnustaðnum. Nýsköpunin þarf að fela í sér nýjungar fyrir vinnustaðinn en hún má hafa verið notuð annars staðar áður eða hafa verið þróuð af öðrum.

Tildrögin geta verið breytt löggjöf – breyttar þarfir samfélagsins – breyttur fjárhagsrammi – breyttar áherslur stjórnvalda – frumkvæði starfsmanna. 

Talað er um fjórar mismunandi tegundir nýsköpunar:

Nýjar vörur

Nýjar leiðir til samskipta

Nýjar þjónustuleiðir

Nýir verkferlar og skipulag

Í nýsköpunarvoginni voru opinberir aðilar spurðir hvað myndi stuðla að aukinni nýsköpun. Eftirfarandi óskir komu sterkt fram:

 • Tækifæri til að sjá verkefni annarra og læra af öðrum
 • Styrkir til nýsköpunarverkefna
 • Aðgengi að ráðgjöf og samstarfsvettvangi fyrir opinbera aðila

Tilgangur þessarar vefsíðu er einmitt að koma til móts við óskir opinberra aðila þar sem þeir geta miðlað verkefnum og þekkingu sín á milli.

Eitt af markmiðum laga um opinber innkaup er að efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, verkum og þjónustu.

Það eru nokkrar leiðir sem nýsköpun á greiða leið í gegnum innkaupaferla.

 • Samningar sem sérstaklega eru undanskildir gildissviði laganna eru sammningar um rannsókn og þróun á þjónustu, fyrir utan þá samninga þar sem kaupendur borga allt og hafa einkarétt á að njóta góðs af árangrinum.
 • Samningar sem eru undir viðmiðunarmörkum um útboðsskyldu, og á ákveðnum sviðum eru þau útboðsmörk þónokkuð hærri, s.s.
  • Heilbrigðisþjónusta, félagsþjónusta og þjónusta tengd henni
  • Stjórnsýsluþjónusta, félagsþjónusta, þjónusta á sviði menntunar, heilsugæslu og menningarstarfsem
 • Nýsköpunarsamstarf sem innkaupaferill, eða aðra sveigjanlegri innkaupaferla heldur en lægsta verð í almennu útboði
 • Nýsköpunarfyrirtæki sem taka sig saman og bjóða saman til að uppfylla kröfur t.d. um hæfi
 • Leyfa frávikstilboð í útboðsgögnum
 • Bjóða út þarfalýsingu í stað kröfulýsingar og meta innsendar tillögur
 • Markaðskannanir og formlegar beiðnir um upplýsingar (Request For Information) þar sem nýsköpunarfyrirtæki senda inn svör

Lög um opinber innkaup styðja við nýsköpun og Ríkiskaup getur veitt ráðgjöf um innkaup yfir viðmiðunarfjárhæðum sem styðja við nýsköpun.

Fyrsta Nýsköpunarmótið var haldið í fyrsta sinn í október 2019. Að mótinu stóðu Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Ríkiskaup og fjármála- og efnahagsráðuneytið. Næsta mót fer fram í maí 2021.
Á mótinu fer fram fjöldi af stuttum fundum þar sem fyrirtæki fá tækifæri til að kynna mögulegar lausnir á áskorunum opinberra aðila með það fyrir augum að kynna sig, fá hugsanlega tækifæri til þróunar og rannsóknarverkefna eða vera hugmynd að nýjum verkefnum sem í framhaldinu færu svo í opinbera innkaupaferla. Það má líka hugsa þetta sem hrað-stefnumót opinberra aðila og nýsköpunarfyrirtækja. Á fyrsta mótinu tóku 96 einstaklingar þátt og komu þeir frá 25 opinberum stofnunum og 71 fyrirtæki. Alls voru haldnir 242 fundir. Gífurleg ánægja var með mótið en alls sögðust 71 % þátttakenda upplifunina með mótið vera mjög góða og 29% töldu upplifunina vera fína.

Sjá nánar á vef Nýsköpunarmótsins.