Fréttir & greinar

Samfélagsleg nýsköpun – Römpum upp Reykjavík

19.11.2021

Oft geta einfaldar lausnir leyst stórar samfélagslegar áskoranir. Römpum upp Reykjavík er dæmi um slíkt samfélagslegt verkefni þar sem forsprakkinn Haraldur Þorvaldsson, fékk til liðs við sig hóp opinberra aðila og einkafyrirtækja til að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu í Reykjavík, í verslunum og veitingahúsum. Með samstilltu átaki tókst að koma upp 100 römpum um Reykjavík. Stofnaður var sjóður og var gert ráð fyrir að verkefnið myndi kosta um 55 milljónir, en til tókst að framkvæma það fyrir 35 milljónir. Áætlað er að halda áfram um allt land og koma upp þúsund römpum víðs vegar um landið.

Samstarf margra ólíkra aðila er mikilvægt í opinberri nýsköpun og sýnir dæmið hér að framan hvernig einn frumkvöðull getur drifið áfram stórt verkefni. Opinber nýsköpun getur verið af ýmsum toga og er Römpum upp Reykjavík vel heppnað dæmi um samfélagslegt nýsköpunarverkefni.

Samfélagsleg nýsköpun er oft á tíðum drifin áfram af hugsjón til að bæta samfélagið á einhvern hátt en ekki af fjárhagslegum hvötum. Mikilvægt er að hlúa vel þessari tegund nýsköpunar hjá hinu opinbera með því að gera ólíkum aðilum kleift að sameini krafta sína til að bæta það samfélag sem við búum í og gera öllum kleift að taka þátt í því.

Nánari umfjöllun má finna á Facebook síðu Römpum upp Reykjavík

Höfundur greinar

Hildur Arnardottir Hildur Arnardottir
Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Ríkiskaup

Tölvupóstur

rikiskaup@rikiskaup.is

Sími

530-1400