Fréttir & greinar

OECD leitar að nýskapandi verkefnum

7.5.2021

Eins og síðustu ár þá kallar OECD nú eftir verkefnum opinberra aðila sem eru nýskapandi inn í samkeppni þeirra um nýsköpun opinberra aðila.

Í ár er lögð áhersla á verkefni aðila sem unnin eru þvert á skipulagsheildir og hvetjum við aðila hér á landi til þess að kynna sér málið og senda inn verkefni.

Hægt er að senda inn verkefni til 21. maí næstkomandi í gegnum umsóknarvef verkefnisins.

Verkefni sem eru valin út geta bæði fengið boð til þess að kynna verkefnið erlendis en einnig gæti verkefnið ratað inn í árlega útgáfu OECD um nýsköpun opinberra aðila.

Höfundur greinar

Íris Huld Christersdóttir Íris Huld Christersdóttir
Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Ríkiskaup

Tölvupóstur

rikiskaup@rikiskaup.is

Sími

530-1400