Fréttir & greinar

Nýsköpunarvogin farin af stað

11.6.2021

Nýsköpunarvogin er könnun á stöðu nýsköpunar hjá opinberum aðilum. Könnunin er nú framkvæmd í annað sinn hérlendis og beinist að opinberum vinnustöðum hjá ríki og sveitarfélögum.

Verkefnið er samnorrænt en tilgangur þess er að meta stöðu nýsköpunar, hvetja til þekkingarmiðlunar og sjá hvar má gera betur í stuðningi við opinbera aðila í þeirra nýsköpunarstarfi.

Við hvetjum alla opinbera aðila sem nú hafa fengið könnunina senda til þess að svara henni sem fyrst. Niðurstöðum verðum miðlað hér á Nýsköpunarvefnum og áhugaverð nýsköpunarverkefni kynnt í framhaldinu.

Hér má sjá helstu niðurstöður úr könnuninni árið 2019.

Höfundur greinar

Íris Huld Christersdóttir Íris Huld Christersdóttir
Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Ríkiskaup

Tölvupóstur

rikiskaup@rikiskaup.is

Sími

530-1400