Fréttir & greinar

Nýsköpunarmót fyrir bætta þjónustu og skilvirkni

28.4.2021

Áskoranir í starfsemi stofnana og sveitarfélaga eru ýmsar. Á Nýsköpunarmóti geta opinberir aðilar tekið upp samtal við fyrirtæki og frumkvöðla sem setja fram sínar lausnir. Nýsköpunarmót verður haldið vikuna 26. maí – 2. júní næstkomandi. Markmiðið með viðburðinum er að opinberir aðilar fái yfirsýn yfir hvaða lausnir eru í boði og geti tekið upp samstarf í kjölfarið.

Á síðasta Nýsköpunarmóti sem haldið var haustið 2019 tóku um 130 aðilar þátt og hvetjum við alla sem geta til þess að kynna sér viðburðinn nánar.

Opinberir aðilar skrá þær áskoranir sem þeir standa frammi fyrir og vantar lausnir á en fyrirtæki skrá sérhæfingu sína. Allir aðilar sem skrá sig geta í framhaldinu óskað eftir veffundum með öðrum þátttakendum á Nýsköpunarmótinu. Veffundirnir fara fram í gegnum skráningarsíðuna (B2Match). Auðvelt er að bóka fundi, samþykkja eða breyta umbeðnum tíma þá viku sem mótið fer fram.

Ríkiskaup standa að Nýsköpunarmótinu í samstarfi við fjármála- og efnahagsráðuneytið en það er hluti af Nýsköpunarvikunni sem fram fer 26. maí til 2. júní.

Nýsköpunarmótið samræmist nýrri stefnu um opinber innkaup og er því ætlað að styðja við alla innkaupaferla. Ríkiskaup veitir alla ráðgjöf til opinberra aðila varðandi innkaup sem verða í framhaldi af mótinu.

Hægt er að skrá sig til leiks á nyskopunarmot.is hægra megin á síðunni undir „Register now“.

Höfundur greinar

Hildur Arnardottir Hildur Arnardottir
Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Ríkiskaup

Tölvupóstur

rikiskaup@rikiskaup.is

Sími

530-1400