Á deginum sagði Bjarni það vera mikið ánægjuefni hvað opinberir vinnustaðir séu virkir í nýsköpun og tækifærin liggi í að auka samstarf við einkaaðila og almenning.
Nýsköpunardagur hins opinbera haldinn í fyrsta sinn
4.6.2019Nýsköpunardagur hins opinbera var haldinn í fyrsta sinn í dag fyrir fullu húsi í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur, í samstarfi fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson, opnaði þessa síðu formlega í tilefni dagsins.
Nýsköpunardagur hins opinbera var haldinn í fyrsta sinn í dag fyrir fullu húsi í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur, í samstarfi fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson, opnaði þessa síðu formlega í tilefni dagsins.
Þessi vefsíða er liður í aðgerðum stjórnvalda til þess að styðja við nýsköpun innan opinberra vinnustaða og verður vettvangur til þess að miðla nýsköpunarverkefnum á milli aðila. Ríkisstjórnin leggur ríka áherslu á nýsköpun í landinu og á það einnig við um opinbera þjónustu og stjórnsýslu. Liður í þessu er að Ísland er nú aðili að yfirlýsingu OECD ríkjanna um opinbera nýsköpun sem aðildarríkin skrifuðu undir í maí mánuði síðastliðnum.
Á deginum sagði Bjarni það vera mikið ánægjuefni hvað opinberir vinnustaðir séu virkir í nýsköpun en samkvæmt samnorrænni könnun á stöðu nýsköpunar, Nýsköpunarvoginni, hafa 78 % opinberra vinnustaða innleitt að minnsta kosti eitt nýsköpunarverkefni á síðastliðnum tveimur árum. Nýsköpunarverkefni opinberra aðila skila sér í 73% tilfella í auknum gæðum, 67% tilvika í aukinni skilvirkni og í helmingi tilvika eykst starfsánægja, samkvæmt könnuninni. Taldi ráðherra vera mikil tækifæri til staðar til í auka samstarf við einkaaðila og almenning þegar kemur að nýsköpun.
Á nýsköpunardeginum voru erindi frá opinberum vinnustöðum sem vinna að nýsköpun kynnt og meðal annars fræðst um hvernig má vinna nýsköpun með almenningi og virkja mannauð til umbóta í starfsemi.
Þá voru niðurstöður nýrrar rannsóknar á nýsköpun opinberra vinnustaða kynntar en Daði Már Steinsson, meistaranemi, sagði frá niðurstöðum meistararitgerðar sinnar frá Háskóla Íslands sem má lesa nánar um hér á síðunni.
Einnig var kynnt nýtt verkefni á vegum ráðuneytisins um nýsköpunarmót sem haldið verður haustið 2019. Mótið er vettvangur til þess að auka samstarf opinberra aðila og einkaaðila og hvetur ráðuneytið alla aðila að kynna sér verkefnið.
Upptöku af fundinum má nálgast á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Glærur:
Vinnustaðamenning og nýsköpun – Umbótavegferð Landspítala
Ávinningsmat Verkefnastofa um stafrænt Ísland
Brúin – barn ráðgjöf úrræði – Hafnarfjörður
Myndband frá Háskólanum á Akureyri
Ábendingar til borgarinnar – Rvk
Lög um opinber innkaup og nýsköpun
Nýsköpunarmót haust 2019 Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Virði opinberrar nýsköpunar – Daði Már Steinsson
Stuðningsumhverfi samfélagslegrar nýsköpunar hjá Reykjavíkurborg
Þetta er ekki hægt! Kynning á LEAN innleiðingu hjá Þjóðskrá Íslands