Fréttir & greinar

Nýjungar hjá opinberum stofnunum vegna COVID-19

5.5.2020

Hefur þín stofnun innleitt nýjung í starfsemi sinni til að bregðast við breyttum aðstæðum og þörfum í samfélaginu síðustu vikurnar?

Nú er tækifærið til að senda inn lýsingu á verkefnum stofnana sem farið hefur verið í til þess að bregðast við áskorunum síðustu vikna. Senda má inn hvaða verkefni sem er, stór sem smá. Verkefnin geta verið af ýmsum toga svo sem tengd breytingu í þjónustuveitingu, innri ferlum, mannauðstengd verkefni og fleira.

Í framhaldinu er ætlunin að miðla áfram völdum verkefnum í samráði við viðkomandi stofnanir hér á nýsköpunarvefnum. Þá geta góðar hugmyndir verið nýttar við innleiðingu betri vinnutíma hjá stofnunum ríkisins sem er fram undan.

Starfsfólk og forstöðumenn stofnana eru hvött til að senda inn verkefni, en opið verður fyrir innsendingu verkefna út maí mánuð.

Senda má inn verkefni með því að fylgja slóðinni HÉR. Athugið að aðeins skal senda eina verkefnislýsingu í hverju skjali.

 

Höfundur greinar

Íris Huld Christersdóttir Íris Huld Christersdóttir
Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Ríkiskaup

Tölvupóstur

rikiskaup@rikiskaup.is

Sími

530-1400