Fréttir & greinar

Norrænt samstarf um nýsköpun hjá hinu opinbera

3.4.2019

Ísland er í Norrænu samstarfi um nýsköpun hjá hinu opinbera og hittust löndin á vinnufundi í Kaupmannahöfn í febrúar síðastliðnum. Til umræðu var staða nýsköpunar í löndunum og hvernig megi stuðla að aukinni nýsköpun og vitundaþekkingu um nýsköpun meðal opinberra aðila.

Samvinna skilar auknu virði

Ísland er í Norrænu samstarfi um nýsköpun hjá hinu opinbera og hittust löndin á vinnufundi í Kaupmannahöfn í febrúar síðastliðnum. Fulltrúar fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga sóttu fundinn.

Til umræðu var staða nýsköpunar í löndunum og hvernig megi stuðla að aukinni nýsköpun og vitundaþekkingu um nýsköpun meðal opinberra aðila. Þema fundarins var að miðla því hvernig unnið er að nýsköpun í hverju landi, rætt var um hvaða hlutverk nýsköpun hefur til að mæta flóknum samfélagslegum áskorunum og stuðlað að því að ríki uppfylli heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Nú hafa öll Norðurlöndin tekið stöðumat á nýsköpun opinberra vinnustaða í sínu landi í gegnum verkefnið um Nýsköpunarvogina og er stefnt á því að gefa út sameiginlegar niðurstöður á Nordig Edge Expo í Stavanger í september 2019.

Fyrstu niðurstöður úr Nýsköpunarvoginni sýna að á Norðurlöndunum er mjög virkt nýsköpunarstarf innan hins opinbera og hafa löndin ákveðið að virkt samstarf meðal landanna sé lykillinn að því að auka enn frekar virði nýsköpunar innan hins opinbera.

Fréttir og greinar

Fréttir og greinar

Höfundur greinar

Íris Huld Christersdóttir Íris Huld Christersdóttir
Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Ríkiskaup

Tölvupóstur

rikiskaup@rikiskaup.is

Sími

530-1400