Fréttir & greinar

Norðurlöndin nýskapandi

24.9.2019

Allt að 4 af hverjum 5 opinberum vinnustöðum á Norðurlöndunum hafa innleitt að minnsta kosti eitt nýsköpunarverkefni á tveggja ára tímabili.

Þetta og fleira má lesa úr ritinu: ”Measuring New Nordic Solutions: Innovation Barometer for the Public Sector” – fyrsta Norræna samanburðinum á Nýsköpunarvogum Norðurlandanna sem gefin var út í dag. En lesa má um verkefni Norðurlandanna frekar á nýrri vefsíðu sem finna má HÉR.

Norðurlöndin eru góð í að endurvinna og deila
Opinber nýsköpun getur verið ný vara, ný þjónusta, ný leið til samskipta eða ný eða verulega breytt vinnubrögð. Nýja lausnin verður að skapa virði en hún þarf ekki að vera glæný. Reyndar eru milli 69 og 82 prósent allra opinberra nýjunga á Norðurlöndunum innblásnar af lausnum annarra eða endurnýttar frá öðrum. “Opinber nýsköpun er deilihagkerfi. Nýjum lausnum er deilt, þær endurnýttar og þróaðar frekar á opinberum vinnustöðum. Þetta eru góðar fréttir fyrir almenning og fyrirtæki, því oft er endurvinnsla leið að betri lausnum,” sagði Pia Gjellerup, forstöðumaður dönsku nýsköpunarmiðstöðvarinnar (COI) í tilefni af útgáfunni.

Athygli vekur að hér á landi er hæst hlutfall verkefna fyrsta sinnar tegundar af öllum Norðurlöndunum en við getum tekið frændur okkar Norðmenn til fyrirmyndar þegar kemur að því að endurnýta annarra hugmyndir.

Nýi Norræni samanburðurinn er byggður á tölum frá Nýsköpunarvoginni – sem byggir upprunalega á samvinnu COI og dönsku Hagstofunnar, sem varð fyrsta opinbera nýsköpunartölfræði heims þegar hún var fyrst gefin út árið 2015. Síðan hafa Noregur, Svíþjóð, Finnland og Ísland einnig framkvæmt könnunina á þessum grunni.

Samstarf er mikilvægt
Nýju tölurnar sýna einnig að 4 af 5 opinberum nýsköpunum hafa orðið til í samvinnu við einn eða fleiri utanaðkomandi aðila, t.d einkafyrirtæki, borgara eða aðra opinbera vinnustaði. Vinnustaðasamstarf er einnig mikilvægt: Í meira en 4 af 5 vel heppnuðum nýsköpunum gegna starfsmenn lykilhlutverki í að efla nýsköpunarferlið, líkt og við sjáum hérlendis.

Háskólinn á Akureyri og fjærverur

Í ritinu er fjallað um eitt nýsköpunarverkefni frá hverju landi fyrir sig og í tilviki Íslands er það verkefni frá Háskólanum á Akureyri sem varð fyrir valinu. Verkefnið sýnir hvernig tæknin getur leitt fólk saman og gert það auðvelt að stunda innihaldsríkt fjarnám á ódýran og umhverfisvænan hátt. Lesa má frekar um verkefnið hér á síðunni.

Ritið í heild má nálgast HÉR.

Höfundur greinar

Íris Huld Christersdóttir Íris Huld Christersdóttir
Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Ríkiskaup

Tölvupóstur

rikiskaup@rikiskaup.is

Sími

530-1400