Fréttir & greinar

Leiðarvísir um hakkaþon

17.2.2021

Hakkaþon eru að festa sig í sessi hérlendis sem leið til þess að auka nýsköpun og leysa áskoranir sem samfélagið stendur frammi fyrir. Slíkar nýsköpunarkeppnir eru viðburðir sem standa yfir í nokkra daga, þar sem hópur fólks vinnur í spretti með hjálp leiðbeinanda og uppsker sigur hópurinn oftast verðlaun fyrir. Sem dæmi um nýleg hakkaþon á vegum stjórnvalda eru Hack the Crisis Iceland og Gagnaþon fyrir umhverfið.

Hjá Umhverfisstofnun hefur verið áhersla á að halda nýsköpunarkeppnir til þess að vinna að umhverfisverkefnum. Þegar stofnunin fór af stað með hakkkaþonin Plastaþon og Spjaraþon haustin 2019 og 2020, var greinileg vöntun á ferli og gátlista til að hafa til hliðsjónar við skipulagningu, til að framkvæmdin yrði sem best og viðburðirnir yrðu skemmtilegir og árangursríkir. Í framhaldinu voru ferlin að hakkaþonunum skráð og útbúinn leiðarvísir sem aðrir geta nýtt sér við skipulagningu á hvers konar hakkaþoni eða hugmyndasmiðju.

Leiðarvísir um gerð hakkaþons, er hugsaður til að auðvelda skipulagningu hakkaþona, ýmist á staðnum eða í netheimum. Í leiðarvísinum má finna minnislista, hugmyndir að uppsetningu dagskrár, umsagnir og heilræði um hvað skal gera og hvaða áskorunum skipuleggjendur geta staðið frammi fyrir þegar viðburður af þessu tagi er skipulagður.

Leiðarvísirinn sjálfur er afurð hakkaþonanna tveggja og viðbót við allar þær góðu hugmyndir og sambönd sem mótuðust. Með því að halda viðburðina skapaðist virkt samtal Umhverfisstofnunar, sem hélt viðburðina, við almenning auk þess sem fólki gafst færi á að hitta aðra sem höfðu áhuga á að leysa vandann.

Hér má nálgast Leiðarvísi hakkaþona

Þá stóð fjármála- og efnahagsráðuneytið fyrir viðburði innan Nýsköpunarvikunnar, Keppni í nýsköpun, hvernig virkar það?, þar sem lærdómar af hakkaþonum voru dregnir fram og lesa má um nánar HÉR.

Höfundur greinar

Hildur Arnardottir Hildur Arnardottir
Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Ríkiskaup

Tölvupóstur

rikiskaup@rikiskaup.is

Sími

530-1400