Fréttir & greinar

Komdu á nýsköpunarmótið 3. október!

19.9.2019

Ert þú eða þinn vinnustaður með hugmynd að bættri vöru, verklagi eða nýrri leið til samskipta við notendur? Þá er nýsköpunarmótið eitthvað fyrir þig!

Nýsköpunarmótið verður haldið í fyrsta skipti hérlendis þann 3. október næstkomandi þar sem opinberir aðilar setja fram áskoranir og óska eftir fjölbreyttum lausnum frá sprotum og fyrirtækjum. Samkvæmt skipuleggjendum mótsins gefst aðilum tækifæri á nýsköpunarmóti til að skrá inn prófíl sinn og í framhaldinu að bóka nokkurs konar hrað-stefnumót (Match Making) með öðrum aðilum, ýmist opinberum eða fyrirtækjum.

Fyrirtækjum gefst þannig tækifæri á að kynna mögulegar lausnir á áskorunum opinberra aðila með það fyrir augum að kynna sig, fá hugsanlega tækifæri til þróunar og rannsóknarverkefna eða vera með hugmynd að nýjum verkefnum.

Skráning á mótið fer fram HÉR!

Hérlendis eiga opinberir aðilar nú þegar í miklum samskiptum og viðskiptum við einkaaðila en 35 % nýsköpunarverkefni eru unnin í samstarfi við einkaaðila samkvæmt Nýsköpunarvoginni (2018).

Í samanburði við hin Norðurlöndin er hátt hlutfall nýsköpunarverkefna unnin í samvinnu við einkafyrirtæki hérlendis en aðeins í Finnlandi er hlutfallið hærra eins og sjá má á þessum samanburðartölum hér að neðan (COI, 2019).

Nýsköpunarmót atvinnulífs og opinberra aðila verður haldið 3. október 2019 en að því standa Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Ríkiskaup og fjármála- og efnahagsráðuneytið. Er það von þeirra sem standa að mótinu að samvinna þessara aðila muni aukast á næstu árum sem leið til að bæta þjónustu og skilvirkni hins opinbera á sama tíma og styrkt er við nýsköpun í landinu. Mótið er haldið á Grand Hótel  frá 13-16 en nauðsynlegt er að skrá sig sem fyrst til að taka þátt.

Við hvetjum því alla til að kynna sér málið og nýta tækifærið til samvinnu um nýsköpun.

 

Höfundur greinar

Íris Huld Christersdóttir Íris Huld Christersdóttir
Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Ríkiskaup

Tölvupóstur

rikiskaup@rikiskaup.is

Sími

530-1400