Fréttir & greinar

78% opinberra vinnustaða nýskapandi

17.4.2019

78% opinberra vinnustaða hafa innleitt nýsköpunarverkefni á síðastliðnum tveimur árum, samkvæmt Nýsköpunarvoginni og er það samsvarandi hlutfall og á hinum Norðurlöndunum. Nýsköpun skilar sér í 73% tilfella í auknum gæðum þjónustunnar.

Nýsköpunar eykur gæði þjónustu

78% opinberra vinnustaða hafa innleitt nýsköpunarverkefni á síðastliðnum tveimur árum, samkvæmt Nýsköpunarvoginni og er það samsvarandi hlutfall og á hinum Norðurlöndunum. Nýsköpun skilar sér í 73% tilfella í auknum gæðum, 67% tilvika í aukinni skilvirkni, í helmingi tilvika eykst starfsánægja og í 26% tilvika eykst innsýn almennings. Starfsfólk hins opinbera er helsti drifkraftur og ástæða þess að verkefni eru sett af stað og eru enn fremur sá þáttur sem ýtir mest undir nýsköpun. Takmarkað fjármagn er nefnt sem helsti þáttur sem hindrar nýsköpun opinberra vinnustaða.

Þetta eru helstu niðurstöður könnunar samnorrænnar könnunar á stöðu nýsköpunar hjá hinu opinbera sem framkvæmd var veturinn 2018. Sjá allar niðurstöður hér.

Hvað er opinber nýsköpun?

Í könnuninni er nýsköpun skilgreind sem ný eða mikið breytt aðferð til að bæta starfsemi og árangur á vinnustaðnum. Nýsköpun getur falist í nýjungum eða umtalsverðum breytingum á þjónustuleiðum, vörum sem teknar eru til notkunar á vinnustaðnum, verkferlum eða aðferðum við að skipuleggja starfið eða leiðum til samskipta út á við. Nýsköpunin þarf að fela í sér nýjungar fyrir vinnustaðinn en má hafa verið nýtt annars staðar áður eða verið þróuð af öðrum.

Könnunin hefur lögð fyrir rúmlega 700 aðila ríkis og sveitarfélaga á haustmánuðum. 60% ríkisstofnana svöruðu könnuninni en 27% aðila hjá sveitarfélögum.

Fréttir og greinar

Lestu meira um opinbera nýsköpun

Höfundur greinar

Íris Huld Christersdóttir Íris Huld Christersdóttir
Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Ríkiskaup

Tölvupóstur

rikiskaup@rikiskaup.is

Sími

530-1400