78% opinberra vinnustaða hafa innleitt nýsköpunarverkefni á síðastliðnum tveimur árum, samkvæmt Nýsköpunarvoginni og er það samsvarandi hlutfall og á hinum Norðurlöndunum. Nýsköpun skilar sér í 73% tilfella í auknum gæðum, 67% tilvika í aukinni skilvirkni, í helmingi tilvika eykst starfsánægja og í 26% tilvika eykst innsýn almennings. Starfsfólk hins opinbera er helsti drifkraftur og ástæða þess að verkefni eru sett af stað og eru enn fremur sá þáttur sem ýtir mest undir nýsköpun. Takmarkað fjármagn er nefnt sem helsti þáttur sem hindrar nýsköpun opinberra vinnustaða.
Þetta eru helstu niðurstöður könnunar samnorrænnar könnunar á stöðu nýsköpunar hjá hinu opinbera sem framkvæmd var veturinn 2018. Sjá allar niðurstöður hér.