Fréttir & greinar

Hvernig verður opinber stjórnsýsla eftir 2020?

11.11.2020

Á viðburðinum „Government after shock“, sem Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) heldur dagana 17. og 18. nóvember næstkomandi, verður farið yfir áhrif kórónaveirufaraldursins á opinbera stjórnsýslu um allan heim.

Dagskráin samanstendur af:

  • Fjölda viðburða sem haldnir eru um allan heim þar sem farið verður yfir hvað við viljum halda í og hvað við ættum að gera öðruvísi í kjölfar faraldursins vegna þeirra áhrifa sem hann hefur haft á alla þætti samfélagsins. Upplýsingar um þá fjölmörgu viðburði sem í boði eru má finna á vef OECD
  • Umræðum þar sem stjórnmála- og áhrifafólk víða að fjalla um hvaða lærdóma megi draga af atburðum ársins 2020. Þú getur séð dagskrána á vef OECD og skráð þig á viðburðinn.

Viðburðurinn „Government after shock“ er tækifæri fyrir okkur öll til að skoða og íhuga hverju ástandið sem nú ríkir í heiminum breytir. Hvernig verður opinber stjórnsýsla eftir ástandið 2020? Viðburðurinn er tækifæri til þess að deila þínum skoðunum og tengjast öðru fólki sem hefur áhuga á málefninu.

Höfundur greinar

Íris Huld Christersdóttir Íris Huld Christersdóttir
Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Ríkiskaup

Tölvupóstur

rikiskaup@rikiskaup.is

Sími

530-1400