Fréttir & greinar

Hvað einkennir nýskapandi vinnustaði?

31.5.2019

Daði Már Steinsson hefur nýlega skilað inn meistararitgerð sinni frá Háskóla Íslands um opinbera nýsköpun en hann var starfsnemi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu á síðasta ári.

Daði vann ritgerð sína upp úr niðurstöðum Nýsköpunarvogarinnar.

Daði segir að lítið sé vitað um stöðu nýsköpunar hjá opinberum vinnustöðum á Íslandi og sé rannsókninni ætlað að dýpka þá þekkingu sem og færa fram tillögur að úrbótum fyrir hið opinbera.

Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna: “að mikill meirihluti opinberra vinnustaða á Íslandi eru nýskapandi. Það sem einkennir nýskapandi opinbera vinnustaði frá öðrum eru helst fjórir þættir: þeir eru líklegri til að feta ótroðnar slóðir þó svo að það feli í sér áhættu, vinna ávallt kerfisbundið að því að læra af mistökum, vinna kerfisbundið að því að finna og notast við nýjar lausnir frá öðrum og athuga kerfisbundið hvort lausnir þeirra virka.”

Enn fremur kemur þar fram að: “Næstum allir þeir opinberu vinnustaðir sem stundað höfðu nýsköpun sögðu síðasta nýsköpunarverkefni hafa skapað aukið virði. Aðkoma starfsfólks að nýsköpunarverkefninu er sá þáttur sem ýtti mest undir verkefnið en takmarkað fjármagn hafði mest hamlandi áhrif.”

Ritgerðina má lesa HÉR

Höfundur greinar

Íris Huld Christersdóttir Íris Huld Christersdóttir
Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Ríkiskaup

Tölvupóstur

rikiskaup@rikiskaup.is

Sími

530-1400