Fréttir & greinar

Hakkaþon til að auka nýsköpun í opinberri þjónustu

7.7.2020

Á Hack the crisis hakkaþoninu sem haldið var í lok maí komu yfir 200 manns saman til þess að leysa áskoranir samfélagsins vegna COVID-19 og þar með auka nýsköpun í opinberri þjónustu. Hakkaþonið er fyrsta hakkaþonið hérlendis sem haldið er eingöngu í gegnum netið og var það opið þátttakendum um allan heim. Fjölbreytileiki verkefna var því mikill og gaman að sjá hugmyndagleði teymanna og lausnir við áskorunum heilbrigðisþjónustu, velferðar- og félagsmála, menntamála og atvinnulífsins. Þá voru um 50 leiðbeinendur, svo kallaðir mentorar, skráðir til leiks sem aðstoða teymin yfir helgina við úrlausn sinna mála. Aðkoma mentora skiptir svona viðburði gífurlega miklu máli og sýnir þessi mikli áhugi hæfileikaríks fólks sem er tilbúið að gefa vinnu sína hvað hakkaþon eru að festa sig í sessi hérlendis.

Fræðast má um öll verkefnin sem urðu til á hakkaþoninu HÉR.

Hakkaþonið er hluti af fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar um nýsköpun í heilbrigðisþjónustu en nú stendur einnig yfir Heilbrigðismót sem við hvetjum alla til að kynna sér betur HÉR. Á heilbrigðismótinu gefst aðilum sem veita heilbrigðisþjónustu kostur á að setja inn sínar áskoranir og þarfir. Samhliða því  geta fyrirtæki og frumkvöðlar lagt fram hugmyndir að lausnum við viðkomandi áskorunum. Samhliða Heilbrigðismótinu geta stofnanir heilbrigðisráðuneytisins sem veita heilbrigðisþjónustu sótt um fjárfestingu til nýsköpunar.

Verkefnið sem vann í flokknum nýsköpun í heilbrigðisþjónustu, Futuristics, má sjá hér að neðan en það er verkfæri sem hjálpar stjórnendum á Landspítalanum og öðrum heilbrigðis- og velferðarsviðum að vera betur undirbúin í sinni vinnu með því að notast við gögn spítalans sem gefa til kynna hvernig þjónustan þróast. Það er ánægjulegt að sjá að teymið er að notast við ópersonugreinanleg gögn frá Landspítala til þess að bæta þjónustu við almenning og auðvelda vinnu innan spítalans. Þetta sýnir fram á möguleikana sem felast í notkun gagna þegar opnað er á þau og frumkvöðlum gefinn kostur á að vinna með þau. 

Verkefnið Futuristics má sjá hér að neðan

Aðrir sigurvegarar eru:

# Nýskapandi lausnir í félags- og velferðarmálum – Sigurvegari Kinder
# Nýskapandi lausnir í menntamálum – Sigurvegari Hands-on Labs
#Nýskapandi lausnir í atvinnumálum – Sigurvegari Áskorun 2020
# Opinn flokkur – Sigurvegari Kinder
Í hverjum flokki voru veitt verðlaunafé upp á 500.000 kr. en fyrir þá sem vilja vita hvað hakkaþon eru þá skuluð þið kíkja á myndbandið hér að neðan.

Höfundur greinar

Íris Huld Christersdóttir Íris Huld Christersdóttir
Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Ríkiskaup

Tölvupóstur

rikiskaup@rikiskaup.is

Sími

530-1400