Fréttir & greinar

Gagnaþon eykur notkun og sýnileika opinna gagna

1.9.2020

Gagnaþon fyrir umhverfið var haldið dagana 12.-19. ágúst síðastliðinn en verkefnið er hluti af aðgerðum sem stjórnvöld boðuðu á grundvelli nýsköpunarstefnu fyrir Ísland og aðgerðaáætlunar um opinbera nýsköpun.

Alls tóku 179 manns þátt í Gagnaþoninu sem er nýsköpunarkeppni þar sem keppendur nýttu gögn opinberra stofnana til þess að skapa virði fyrir umhverfið.

Eftirfarandi verkefni voru kynnt fyrir dómnefnd en kynningar má skoða HÉR.

Besta hugmyndin

 • Hemp Pack – Lífplast (e. bioplastics) úr iðnaðarhampi
 • Hjólað fyrir umhverfið – Farsímaapp sem heldur utan um sparað kolefnisspor og hvetur til hjólreiða.
 • MAREA  -Lífplast í stað einnota plasts með það að markmiði að ráða bót á þeirri mengun sem stafar af notkun einnota plasts á Íslandi.
 • Towards A Better Future – Miðar að því að draga úr losun mengandi efna með mismunandi hætti.

Endurbætt lausn

 • &L  Hagnýtari kolefnisreiknivél
 • Eno – Hagnýtari lausn til að lesa opinber gögn í Excel
 • GreenBytes – Dregur úr matasóun veitingastaða með því að nota gervigreind og veðurstofugögn
 • Meniga Carbon Index – Kolefnisstuðull sem gerir fólki kleift að fá upplýsingar um kolefnisspor sitt, tengt sinni neyslu.
 • Svifryksspá – Tvinnar saman veðurathugunargögn og svifryksgögn til að að spá fyrir um svifryk í lofti fyrir komandi daga.

Besta gagnaverkefnið

 • Flikk Flokk – Snjallsímaforrit sem auðveldar endurvinnslu með því að veita upplýsingar um hvernig má endurvinna vöruna, þegar strikamerki vöru er skannað.
 • Hark – Myndræn framsetning á opinberum kortagögnum
 • NetZero – Auðveldar einstaklingum að meta kolefnisspor sitt, ásamt því að veita tækifæri kolefnisjöfnunar í takt við neyslu.
 • Núloft – Miðlar upplýsingum og spáir fyrir um loftgæði í Reykjavík
 • Skrefinu framar  -App, sem skorar á fólk og ýtir undir meðvitund um að minnka kolefnisfótspor.

Sigurvegarar besta gagnaverkefnisins hlutu 750.000 kr. í verðlaun og voru það þeir Davíð Phuong Xuan Nguyen, Róbert Ingi Huldarsson, Þórður Ágústsson og Þórður Friðriksson eða Volgar pulsur. Sigurlausn þeirra Flikk flokk er snjallsímaforrit (App) sem auðveldar endurvinnslu með því að veita upplýsingar um hvernig má endurvinna vöru, þegar strikamerki hennar er skannað.

„Með því að vinna sífellt að nýsköpun skapast ný verðmæti sem tryggja hagsæld landsins, bæta lífskjör fólks og hjálpa okkur að ná markmiðum sem við höfum sett okkur í umhverfis- og loftslagsmálum. Verkefni eins og það sem við verðlaunum hér í dag hefur líka þann augljósa kost að einfalda fólki lífið, með því að gera almenningi auðveldara að leggja sitt af mörkum til umhverfismála,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sem afhenti verðlaunin fyrir besta gagnaverkefnið.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið þakkar öllum þeim sem tóku þátt í verkefninu kærlega fyrir sitt framlag í þessu fyrsta Gagnaþoni sem haldið hefur verið hérlendis og óskum við sigurvegurunum til hamingju með flott verkefni. Allir keppendur hafa í kjölfar Gagnaþonsins aðgengi að sérfræðingum innan þeirra sex stofnana sem lögðu fram gögn en sigurliðin geta fengið ráðgjöf frá Umhverfisstofnun og sérfræðingum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands til þess að vinna áfram í sínum verkefnum.

Höfundur greinar

Íris Huld Christersdóttir Íris Huld Christersdóttir
Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Ríkiskaup

Tölvupóstur

rikiskaup@rikiskaup.is

Sími

530-1400