Fréttir & greinar

Gæða- og nýsköpunarverkefni í heilbrigðisþjónustu

11.6.2021

Innan Nýsköpunarvikunnar var ljósinu varpað á nýsköpun í heilbrigðisþjónustu á viðburði heilbrigðisráðuneytis og Landspítala. Áhugaverð verkefni sem fengu fjárfestingu úr fjárfestingarátaki um nýsköpun í heilbrigðisþjónustu voru kynnt en alls fengu 12 verkefni fjárfestingu síðastliðið haust.

Einnig úthlutaði heilbrigðisráðherra rúmum 28 milljónum til gæða- og nýsköpunarverkefna á viðburðinum. Að þessu sinni var sérstök áhersla lögð á verkefni sem nýtast heilbrigðisþjónustunni í kjölfar heimsfaraldurs. Verkefnin þurftu að hafa skýran ávinning fyrir heilbrigðisþjónustuna og þann hóp sem þjónustan beinist að. Tilgangur styrkjanna er að stuðla að umbótum, nýbreytni og auknum gæðum í heilbrigðisþjónustunni. Veittir voru styrkir til einstaklinga, fyrirtækja eða stofnana á sviði heilbrigðismála.

Hægt er að nálgast upptöku af viðburðinum HÉR.

Heilbrigðisþjónusta hefur sannarlega verið í brennidepli undanfarið í tengslum við heimsfaraldur kórónuveiru. Þar hefur nýsköpun spilað stórt hlutverk í þeim árangri sem náðst hefur. Stafrænt heljarstökk heilsugæslunnar er dæmi um verkefni þar sem ótrúlegum árangri hefur verið náð til þess að auka skilvirkni. Verkefnið hefur einnig verið grundvöllur fyrir frekari stafvæðingu í heilbrigðisþjónustu og nýst við skipulagningu bólusetninga sem dæmi.

Höfundur greinar

Íris Huld Christersdóttir Íris Huld Christersdóttir
Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Ríkiskaup

Tölvupóstur

rikiskaup@rikiskaup.is

Sími

530-1400