Fréttir & greinar

Nýsköpun í opinberum innkaupum

6.3.2020

Lög um opinber innkaup bjóða upp á ýmsa möguleika þegar kemur að því að auka nýsköpun opinberra stofnana. Ríkiskaup hafa gefið út leiðbeiningar sem vert er að kynna sér og má finna þær HÉR.

Nýsköpunarsamstarf er til dæmis innkaupaferli sem hvaða fyrirtæki sem er getur sótt um að taka þátt í og felur í sér að kaupandi stýrir viðræðum við þau fyrirtæki sem valin hafa verið til að taka þátt í ferlinu, með það að markmiði að þróa nýsköpunarvöru, -þjónustu eða -verk. Í lögunum eru samkeppnisútboð og samkeppnisviðræður heimiluð þegar innkaup fela í sér nýsköpun án tillits til þess hvort um er að ræða innkaup á verki, vöru eða þjónustu. Þá skal hér bent á að kaupanda er ávallt heimilt að taka tillit til sérstakra eiginleika þjónustunnar og leggja þá eiginleika til grundvallar við val tilboða. Í þeim tilgangi getur hann við samningsgerðina tekið m.a. tillit til nauðsynlegra gæða þjónustu, hagkvæmni, nýsköpunar, sérþarfa mismunandi flokka notenda þjónustunnar og aðkomu og valdeflingar notenda.

Eitt af lykilviðfangsefnum opinberra innkaupa til næstu fimm ára er að tryggja nægilega samkeppni og örva nýsköpun með aukinni samvinnu við markaðinn.

Stefnumótun um opinber innkaup stendur yfir og þar hafa verið skilgreind fjögur meginmarkmið í ríku samráði við hagsmunaaðila.

Eitt af þeim meginmarkmiðum sem lagt er til er eftirfarandi:

Lögð sé áhersla á nýskapandi lausnir og markvisst unnið að áskorunum samfélagsins í samvinnu við einkaaðila eftir viðeigandi innkaupaferli. 

DRÖG AÐ ÁHERSLUM 

  1. Lögð verði áhersla á notkun innkaupaferla sem stuðla að nýsköpun og aukinni notkun þarfalýsinga í stað tæknilýsinga. 
  2. Samvinna með markaðsaðilum verði aukin til að auka nýsköpun og þróunarverkefni, meðal annars með samningshvötum og þjónustubætingu á samningstíma. 
  3. Vistvænna framboð vöru og þjónustu þróað með markaði. 
  4. Árangursmiðuð fræðsla til einkaaðila um opinber innkaup og viðskiptatækifæri. 
  5. Fræðsla innkaupafólks á aðferðafræði nýsköpunar verði stóraukin og ríkisstofnanir sem stunda nýskapandi innkaup veittur stuðningur og tækifæri til að deila reynslu og árangri. 
  6. Nýsköpunarmót opinberra aðila og nýsköpunarfyrirtækja verði reglulega haldið. 

 

 

 

Höfundur greinar

Íris Huld Christersdóttir Íris Huld Christersdóttir
Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Ríkiskaup

Tölvupóstur

rikiskaup@rikiskaup.is

Sími

530-1400